Fréttablaðið,
24. Apríl 2006 09:00
Íslandsmeistaramótið í júdó fór fram í íþróttahúsinu í Austurbergi um helgina:
Ármann sigraði í sveitakeppninni
Íslandsmeistaramótið í júdó fór fram í íþróttahúsinu í Austurbergi um helgina:
Ármann sigraði í sveitakeppninni
Spennandi meistaramóti Íslands í júdó lauk um helgina en reynsluboltarnir í Ármanni stóðu uppi sem sigurvegarar í sveitakeppninni eftir æsispennandi úrslitaglímur.
Í opnum flokki karla sigraði Bjarni Skúlason úr Ármanni en hann vann einnig í 90 kílógramma flokknum. Jón Þór Þórisson úr JR sigraði í 73 kílóa flokki og Vignir Stefánsson úr Ármanni í 81 kílógramma flokki. Þorvaldur Blöndal, félagi hans úr Ármanni varð Íslandsmeistari í 100 kílóa flokki og gamla kempan Vernharð Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í +100 kílógramma flokknum.
Gýgja Guðbrandsdóttir var kona helgarinnar en hún sigraði í opna flokknum sem og í 70 kílógramma flokki. Árdís Steinarsdóttir vann síðan í +78 kílógramma flokki kvenna.
Í opnum flokki karla sigraði Bjarni Skúlason úr Ármanni en hann vann einnig í 90 kílógramma flokknum. Jón Þór Þórisson úr JR sigraði í 73 kílóa flokki og Vignir Stefánsson úr Ármanni í 81 kílógramma flokki. Þorvaldur Blöndal, félagi hans úr Ármanni varð Íslandsmeistari í 100 kílóa flokki og gamla kempan Vernharð Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í +100 kílógramma flokknum.
Gýgja Guðbrandsdóttir var kona helgarinnar en hún sigraði í opna flokknum sem og í 70 kílógramma flokki. Árdís Steinarsdóttir vann síðan í +78 kílógramma flokki kvenna.
Fonte: http://www.visir.is/
Nenhum comentário:
Postar um comentário